Fjármunum væri betur varið til að safna lífsnauðsynjum til þess að lifa ragnarökin af þegar heimskautafrost skellur á.
Valdimar H. Jóhannesson
Valdimar H. Jóhannesson

Valdimar H. Jóhannesson

Einhver alvarlegasta afleiðingin af stjórnarsamstarfinu með VG er að ofstækisfullir loftslagstrúðar hafa fengið að leika lausum hala í þjóðfélagsumræðunni og skattleggja þjóðina. Fleiri en VG hafa misst fótfestuna svo almenn skynsemi fær ekki tækifæri áður en t.d. tugum þúsunda tonna af erlendu trjákurli er sturtað í hafið í landhelgina á þeirri forsendu að verið sé að vinna gegn hættulegri loftslagshlýnun af mannavöldum!

Þjóðin er látin taka á sig stórkostleg útgjöld vegna þess að hún getur fyrirsjáanlega ekki staðið við markmið um minnkun á losun koldíoxíðs, CO2, út í andrúmsloftið. Markmið sem aldrei var ástæða til að setja þjóðinni. Þjóðin var skattlögð án hennar samþykkis með undirritun loftslagsyfirlýsingar í lok hallelújasamkomu sértrúarmanna í París 2015. Spurningin hvort yfirleitt væri æskilegt að

...