Matsferill, nýtt samræmt námsmat sem leysa á samræmdu prófin af hólmi, verður ekki innleiddur að fullu fyrr en í fyrsta lagi skólaárið 2026 til 2027. Verða þá að minnsta kosti sex ár liðin frá því að hæfni grunnskólanema í lestri og stærðfræði var…

Fréttaskýring

Hólmfríður María Ragnhildard.

hmr@mbl.is

Matsferill, nýtt samræmt námsmat sem leysa á samræmdu prófin af hólmi, verður ekki innleiddur að fullu fyrr en í fyrsta lagi skólaárið 2026 til 2027. Verða þá að minnsta kosti sex ár liðin frá því að hæfni grunnskólanema í lestri og stærðfræði var síðast könnuð innanlands með samræmdri mælingu á landsvísu.

Ólíkt samræmdu prófunum verður nýja námsmatið valkvætt. Verður það lagt í hendur skólastjórnenda, sveitarfélaga eða jafnvel ráðherra að ákveða hvort og þá hvaða próf nemendur verða skyldaðir til að taka.

Óheimilt verður að birta opinberlega niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga úr matsferlinum svo ekki verður hægt að gera samanburð þar á milli. Munu

...