Garðar Helgason fæddist 29. maí 1947. Hann lést 22. júní 2024. Útför hans fór fram 17. júlí 2024.

Það er nauðsynlegt að hafa góða sjómenn hjá stórri útgerð eins og ÚA var, en einnig góða starfsmenn í landi sem taka á móti skipunum og afgreiða þau. Garðar var einn af þessum mönnum en hann hóf störf hjá ÚA 1963. Þegar ég kynntist Garðari var hann aðstoðarverkstjóri í löndun og varð síðan aðalverkstjóri þegar Gulli hætti. Garðar var stríðinn, sbr. þegar hann bauð Stjána í bíó í ökuferð á togarabryggjunni á gamla blæjurússajeppanum í eigu ÚA, setti jeppann í fyrsta gír og sagði við Stjána „þú tekur við“ og stökk úr jeppanum. En Stjáni gerði hið sama og Garðar varð að hlaupa jeppann uppi til að missa hann ekki út af bryggjunni. Garðar var sögumaður góður og lét sannleikann ekki skemma góða sögu. Garðar vann sín verk og talaði ekki mikið um það. Þegar nýr framkvæmdastjóri tók við hjá

...