Skammarlegt athæfi rússneskra stjórnvalda

Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, er búinn að vera í gíslingu rússneskra stjórnvalda frá því í mars í fyrra þegar rússneska leyniþjónustan, FSB, handtók hann með ásökunum um njósnir. Engin sönnunargögn hafa verið lögð fram um „njósnirnar“ sem staðfestir að þau eru ekki til. Gershkovich stundaði engar njósnir, hann var í Rússlandi á vegum WSJ til að afla frétta.

Ekki þarf að efast um tilgang handtökunnar, sem er að skapa rússneskum stjórnvöldum samningsstöðu gagnvart Bandaríkjunum. Pútín forseti hefur ekki farið leynt með að Rússland sé reiðubúið að skipta á Gershkovich og Vadim Krasikov, njósnara á vegum rússnesku leyniþjónustunnar sem afplánar nú lífstíðarfangelsi í Þýskalandi fyrir morð á Téténa í Berlín fyrir fimm árum.

Og Gershkovich er ekki sá eini sem rússnesk stjórnvöld hafa handtekið til að nota

...