Þriðju tónleikarnir í árlegu tónleikaröðinni Velkomin heim verða í Hörpuhorni í Hörpu á sunnudag, en klukkan 16.00 stígur Anna Guðrún Jónsdóttir sópran á svið ásamt Evu Þyrí Hilmarsdóttur píanóleikara, meðleikara sínum
Söngur Anna Guðrún Jónsdóttir sópran syngur í Hörpu á sunnudag.
Söngur Anna Guðrún Jónsdóttir sópran syngur í Hörpu á sunnudag.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Þriðju tónleikarnir í árlegu tónleikaröðinni Velkomin heim verða í Hörpuhorni í Hörpu á sunnudag, en klukkan 16.00 stígur Anna Guðrún Jónsdóttir sópran á svið ásamt Evu Þyrí Hilmarsdóttur píanóleikara, meðleikara sínum. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og öllum opinn.

Frá 2013 hefur klassíska deildin (FÍT) í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) boðið ungu tónlistarfólki, sem hefur lokið framhaldsnámi erlendis, að kynna sig með því að halda tónleika í umræddri tónleikaröð. „Yfir 40 manns hafa komið fram á þessum tónleikum frá byrjun fyrir utan fjölda meðleikara,“ segir Margrét Hrafnsdóttir, formaður FÍT frá því í

...