Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Uppbyggingu lokrekkjuhótelsins á Hverfisgötu 46 miðar vel og er stefnt að því að afhenda hótelkeðjunni City Hub bygginguna í september.

Björgvin Marinó Pétursson byggingafræðingur er byggingarstjóri á Hverfisgötu 46 en Þingvangur hefur endurgert húsið og samið við City Hub um útleigu á húsinu til gistireksturs.

Gististaðurinn verður með 94 lokrekkjum/svefnklefum sem rúma munu tvo gesti hver. Alls mun hann því rúma 188 gesti.

Hófust í fyrra

Framkvæmdir hófust í maí í fyrra og hefur húsið allt verið endurnýjað. Skipt var um alla glugga og voru raflagnir og vatnslagnir endurnýjaðar sem og frárennsliskerfið. Þá var meðal annars skipt um hluta af þaksperrum

...