Af 460 manns sem þreyttu íslenskupróf fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt í maí stóðust 90% þær grunnkröfur sem gerðar eru til íslenskukunnáttu fyrir ríkisborgararétt. Fram kemur á vefnum island.is að metfjöldi hafi verið skráður í prófið sem…

Af 460 manns sem þreyttu íslenskupróf fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt í maí stóðust 90% þær grunnkröfur sem gerðar eru til íslenskukunnáttu fyrir ríkisborgararétt.

Fram kemur á vefnum island.is að metfjöldi hafi verið skráður í prófið sem haldið var í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafirði en Mímir sér um framkvæmd prófsins fyrir Menntamálastofnun.

Prófið miðast við lokamarkmið í grunnnámi í íslensku fyrir útlendinga, samkvæmt námskrá barna- og menntamálaráðuneytisins. Það þýðir að þeir sem taka prófið þurfa að sýna fram á að geta bjargað sér við daglegar aðstæður í skóla, vinnu og einkalífi, bjargað sér við óvæntar aðstæður, tekið þátt í umræðum um kunnugleg málefni, skilið einfaldar samræður og lesið og skrifað stutta texta á einföldu máli, auk þess að geta greint aðalatriði í sjónvarpi, útvarpi og dagblaði.

...