Natasha Anasi, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Íslandsmeistara Vals eftir að hafa leikið með Brann í Noregi í hálft annað ár. Natasha, sem er 32 ára, lék frá 2014 til 2022 hér á landi með ÍBV, Keflavík og Breiðabliki og spilaði…

Natasha Anasi, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Íslandsmeistara Vals eftir að hafa leikið með Brann í Noregi í hálft annað ár. Natasha, sem er 32 ára, lék frá 2014 til 2022 hér á landi með ÍBV, Keflavík og Breiðabliki og spilaði sinn sjötta landsleik þegar Ísland vann Þýskaland í síðustu viku. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Val.

Haukar hafa fengið til liðs við sig litháískan körfuboltamann, Arvydas Gydra, fyrir næsta tímabil. Gydra er 34 ára framherji, 2,05 metrar á hæð, og hefur leikið með Flyers Wels í Austurríki undanfarin tvö ár.

Rúmenska meistaraliðið Dinamo Búkarest staðfesti í gær samning sinn við Hauk Þrastarson, landsliðsmann í handknattleik, sem kemur þangað frá Kielce í Póllandi. Dinamo er yfirburðalið í Rúmeníu og er

...