Veðurstofan hefur staðfest að úrkoman sem mældist í Grundarfirði um síðustu helgi, 227 millimetrar af regni, sé mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að það sé áhugavert að þótt…
Mikil úrkoma var um síðustu helgi.
Mikil úrkoma var um síðustu helgi.

Veðurstofan hefur staðfest að úrkoman sem mældist í Grundarfirði um síðustu helgi, 227 millimetrar af regni, sé mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að það sé áhugavert að þótt úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. Svo virðist sem þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra aðstæðna og landslags geri það að verkum að skriðuhætta ógni ekki byggð.

Áður hefur verið aftakaúrkoma í Grundarfirði, t.d. í miklu vatnsveðri í september 2011, og þá féllu engar skriður nærri bænum.