Aðkoma sveitarfélaga að forsendum kjarasamninga er loforð þeirra um að hækka gjaldskrár sínar ekki umfram 3,5% á árinu og bjóða ásamt ríkissjóði upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í öllum grunnskólum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins tekur aðspurður undir það að verkalýðshreyfingin hafi sýnt sveitarfélögum mikla þolinmæði. Segir hann að þegar samningar voru undirritaðir í júlí hafi verið sett fram skilyrði um staðfestingu frá sveitarfélögunum um að þau myndu standa við sitt. Sveitarfélögin sendu öll rafrænt samþykki sitt í kjölfarið.

...