Mikil veðursæld hefur verið á Akureyri síðustu daga og flúðu margir kuldann á Suðurlandi þangað. Á tjaldsvæðinu á Hömrum á Akureyri hefur verið nóg að gera síðustu vikur enda veðrið dásamlegt. „Íslendingar elta veðrið út í eitt svo umferðin…
Akureyri Tjaldsvæðið á Hömrum.
Akureyri Tjaldsvæðið á Hömrum. — Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson

Herdís Tómasdóttir

herdis@mbl.is

Mikil veðursæld hefur verið á Akureyri síðustu daga og flúðu margir kuldann á Suðurlandi þangað. Á tjaldsvæðinu á Hömrum á Akureyri hefur verið nóg að gera síðustu vikur enda veðrið dásamlegt.

„Íslendingar elta veðrið út í eitt svo umferðin hér hefur verið mikil síðustu daga,“ segir Ásgeir Hreiðarsson, framkvæmdastjóri á tjaldsvæðinu á Hömrum.

Nú hefur fjöldinn á tjaldsvæðinu í júlí í ár verið sambærilegur við heildarfjöldann í júlí árið 2023, sem að hans sögn var frekar slappur vegna veðurs.

„Þetta er auðvitað algjörlega veðurháður bransi og miðað við veðurspána fyrir helgina á ég ekki von á gífurlegri aðsókn hérna.“

...