Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segir fyrirtækið opið fyrir samstarfi við fjárfesta um þróun tveggja byggingarreita í Höfðahverfinu og vera um leið að leita að rekstraraðilum í þá hluta bygginganna sem munu hýsa atvinnustarfsemi. Hugmyndin sé að geta hafið framkvæmdir á næstu þremur árum en samtals verði ríflega 100 íbúðir á reitunum og atvinnuhúsnæði. Nú sé miðað við að byggðir verði 10 til 15 þúsund fermetrar en útfærslan sé í mótun.

Um er að ræða tvær lóðir á Ártúnshöfða skammt frá aðalstöðvum Brimborgar á Bíldshöfða. Annars vegar lóð á horni Bíldshöfða og Breiðhöfða, skáhallt á móti Brimborg, en fyrirtækið nýtir hana nú sem bílastæði. Hins vegar lóðina Bíldshöfða 5a sem MAX1-dekkjaverkstæðið stendur á en hún er gegnt þjónustumiðstöð N1.

...