Samtökin No Borders og aðrir þeir sem ólmast hér á landi til stuðnings Palestínu, þeim vafasömu öflum sem þar ráða ferðinni og flóttamönnum þaðan, sem hingað komu margir á afar hæpnum forsendum, sýna af sér ótrúlegan yfirgang og ósvífni.

Nýjasta dæmið um þetta átti sér stað í kirkjuturninum í Hallgrímskirkju, en þangað fóru félagsmenn No Borders og hengdu út þrjá Palestínufána. Starfsmenn í kirkjunni brugðust skjótt við og fjarlægðu fánana og lýstu vonbrigðum sínum með aðgerðina og skyldi engan undra.

Menn hafa spurt sig hvers vegna stuðningsmenn Palestínu hegða sér með þessum hætti hér á landi. Telja þeir það málstaðnum til framdráttar að misnota kirkjubyggingar? Er það málstaðnum til framdráttar að setja upp tjaldbúðir á Austurvelli og veitast að Alþingi?

Og hver er

...