Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi í gær allar tilraunir til þess að semja um frið við Rússa í Úkraínustríðinu án aðkomu Úkraínumanna sjálfra. Féllu ummæli hans á leiðtogafundi stjórnmálabandalags Evrópuríkja, EPG, sem haldinn var í Blenheim-höll í Bretlandi í gær.

Ummæli Selenskís voru túlkuð sem gagnrýni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem heimsótti Moskvu fyrr í mánuðinum og ræddi þar m.a. ýmsar lausnir á ófriðnum í óþökk Úkraínu, sem og flestra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins.

„Ef einhver í Evrópu reynir að leysa álitamál fyrir aftan bak annarra eða jafnvel á kostnað annarra, ef einhver vill ferðast til höfuðborgar stríðsins til þess að tala og kannski lofa einhverju sem stríðir

...