Hár blóðþrýstingur er orðinn algengasta dánarorsökin á heimsvísu, samt fær hann litla athygli og enn minna fjármagn.
Bjørn Lomborg
Bjørn Lomborg

Bjørn Lomborg

Sum stór viðfangsefni veraldar fá mikla athygli. Loftslagsbreytingar, stríð og innflytjendur eru stöðugt í fréttum og fá mikið fjármagn frá ríkjum og góðgerðarsamtökum. Önnur þýðingarmikil vandamál eins og berklar og vannæring fá minni útsendingartíma og athygli en eru á heimsvísu meðal helstu forgangsmála sem fjármagni er úthlutað til.

Jafnvel það sem réttilega er nefnt vanræktir hitabeltissjúkdómar eins og hundaæði, árblinda og holdsveiki, sem drepa 200.000 manns á hverju ári í fátækari löndum, hafa sína eigin farvegi og athygli hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.

En það er viðfangsefni sem við heyrum lítið sem ekkert um sem snertir meira en milljarð manna og væri hægt að bregðast við á mjög skilvirkan hátt. Við gætum með sanni kallað það hinn vanrækta

...