Ellefu Reynir Þór Stefánsson var markahæstur gegn Spánverjum.
Ellefu Reynir Þór Stefánsson var markahæstur gegn Spánverjum. — Ljósmynd/EHF

Karlalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, spilar um fimmta til áttunda sæti á Evrópumótinu sem nú stendur yfir í Slóveníu, eftir ósigur gegn Spánverjum, 37:30, í lokaumferð milliriðils átta liða úrslitanna í Celje í gær.

Þetta var hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum en Spánverjum nægði jafntefli til að fara áfram. Niðurstaða riðilsins var því sú að Portúgal með 5 stig og Spánn með 4 stig komust áfram en Austurríki með tvö stig og Ísland með eitt fara í keppni um sæti fimm til átta.

Staðan í hálfleik var 18.16, Spánverjum í hag, og íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark, 21:20. Þá náðu Spánverjar fimm marka forskoti, 27:22, og voru með all örugga forystu það sem eftir lifði leiks.

Reynir Stefánsson átti stórleik með íslenska

...