Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Sýn okkar á vinstri væng stjórnmálanna hefur alltaf verið sú að réttlátt þjóðskipulag sé reist á grunni félagshyggju. Þegar þjóðskipulagið er byggt upp með auðhyggju í öndvegi verður niðurstaðan ávallt sú sama, ójöfnuður og efnahagslegt óréttlæti. Víða um lönd hafa fámennir hópar auðmanna náð að umbreyta fjármunum sínum í pólitísk völd í gegnum eignarhald á fjölmiðlum og í gegnum hagsmunaaðila. Barist fyrir taumleysi fjármagnsins. Gegn þessari þróun standa félagshyggjuöflin, hvort sem er í stjórnmálum, á vettvangi verkalýðsfélaga eða í nafni félagasamtaka. Hlutverk okkar sem störfum í þágu sjónarmiða félagshyggju er að tala fyrir réttlæti gegn auðræði og að vinna að málum sem horfa til framfara fyrir alþýðufólk, náttúru og umhverfi. Samfélagið allt.

Þegar öllu er á botninn hvolft snúast stjórnmál um vinstri og hægri. Síðustu ár höfum við sem aðhyllumst félagshyggju náð árangri í ýmsum málum. Með því

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir