30 ára Skúli fæddist og ólst upp á Selfossi og hefur búið þar alla ævi. Hans annað heimili alla tíð var Úthlíð í Biskupstungum þar sem afi hans og amma bjuggu. „Ég var þar í sveit öll sumur alveg frá því að ég gat farið að gera eitthvert gagn. Maður fékk að vinna aðeins við golfvöllinn og hestaleiguna.“

Skúli gekk í Vallaskóla upp í 10. bekk og var mikið í íþróttum, bæði fótbolta og handbolta. „Ég valdi svo handboltann og fór í Fjölbrautaskóla Suðurlands í handboltaakademíuna og útskrifaðist þaðan árið 2014.“ Þaðan fór Skúli í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík og útskrifaðist með meistarapróf árið 2021. „Ég ákvað það strax ungur að verða lögfræðingur eins og pabbi og ég stóð við það.“ Með náminu vann hann hjá Lögmönnum Suðurlandi á Selfossi en í dag vinnur hann sem lögfræðingur með föður sínum og mági á Lögmannsstofu Ólafs Björnssonar

...