Sú magnaða staða er komin upp að öll fjögur íslensku liðin sem taka þátt í Evrópumótum karla í fótbolta eru komin í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og eiga samkvæmt niðurröðun UEFA öll að leika heimaleiki sína næsta fimmtudag, 25
Úrslitamarkið Daniel Mojsov varnarmaður Tikvesh reynir að tækla Blikann Kristófer Inga Kristinsson en sendir boltann beint í eigið mark.
Úrslitamarkið Daniel Mojsov varnarmaður Tikvesh reynir að tækla Blikann Kristófer Inga Kristinsson en sendir boltann beint í eigið mark. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Evrópukeppni

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Sú magnaða staða er komin upp að öll fjögur íslensku liðin sem taka þátt í Evrópumótum karla í fótbolta eru komin í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar, og eiga samkvæmt niðurröðun UEFA öll að leika heimaleiki sína næsta fimmtudag, 25. júlí.

Ekki er ólíklegt að einhver leikjanna verði færður yfir á miðvikudag.

Valur, Breiðablik og Stjarnan slógu öll út mótherja sína í gærkvöld. Valur vann glæsilegan sigur á Vllaznia í Albaníu, 4:0, Stjarnan komst áfram 4:3 samanlagt gegn Linfield frá Norður-Írlandi og Blikar lögðu Tikvesh frá Norður-Makedóníu, 3:1, á Kópavogsvellinum og 5:4 samanlagt.

Víkingar eru svo komnir yfir í 2. umferð

...