Gleði Aðeins þrettán landslið eru talin betri en Ísland í dag.
Gleði Aðeins þrettán landslið eru talin betri en Ísland í dag. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Kvennalandslið Íslands jafnar bestu stöðu sína á heimslista FIFA en liðið er í 14. sæti á nýjum lista sem birtur var í gær. Ísland hefur sætaskipti við Ítalíu sem er nú í 15. sæti. Karlalandsliðið fer hins vegar niður um eitt sæti og er í 71. sæti en Georgía, sem kom á óvart á EM, fer upp fyrir Ísland. Spánn, Frakkland, England og Þýskaland eru í fjórum efstu sætum kvenna en hjá körlunum eru það Argentína, Frakkland, Spánn og England sem eru fjögur efstu.