Afhending Beverton-orðan afhent í ráðstefnuveislu í Bilbao í fyrrakvöld. Prófessor Holly Shiels forseti félagsins afhenti Skúla gripinn.
Afhending Beverton-orðan afhent í ráðstefnuveislu í Bilbao í fyrrakvöld. Prófessor Holly Shiels forseti félagsins afhenti Skúla gripinn. — Ljósmynd/Aðsend

Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, var í fyrradag sæmdur Beverton-orðu Breska fiskifræðifélagsins (Fisheries Society of the British Isles) sem er alþjóðlegt félag sem styður við fræðastörf er tengjast fiskum, fiskalíffræði og nýtingu fiska. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Bilbao á Spáni á fimmtudag þar sem Skúli flutti heiðursfyrirlestur við tilefnið.

Beverton-orðan er veitt einstaklingi fyrir framúrskarandi rannsóknir og langan feril er snýr að fiskum og nýtingu þeirra. Skúli er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hlýtur þann heiður að fá þessi verðlaun.

Á vef Háskólans á Hólum segir að rannsóknir Skúla snúist um að skilja uppruna og eðli fjölbreytileika innan stofna ferskvatnsfiska, en hér á landi eru fáar tegundir fiska í ferskvatni, en þeim mun meiri fjölbreytni innan

...