Kennarinn spyr Axel: „Hvernig fórstu að því að skrifa rós með tveimur s-um?“
„Penninn minn er nýr þannig að það var ekkert mál!“

„Ertu ekki hrædd um að fuglarnir éti öll fræin?
Viltu ekki fá þér fuglahræðu?“ spyr nágranninn Siggu.
„Ég þarf þess ekki, karlinn minn er svo mikið úti í garði!“

Í landafræði spyr kennarinn Garðar: „Hvort er mikilvægara tunglið eða sólin?“
Friðrik: „Auðvitað tunglið, það skín á nóttunni þegar okkur vantar birtu! Sólin skín bara á daginn þegar það er hvort sem er bjart!“