Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð:

Skýlir litlu ljósi það.

Líka tíma mælir það.

Stundum er í auga það.

Oft er gestum boðið það.

Lausnarorðið er glas, segir Úlfar Guðmundsson:

Lampaglasið stendur stillt.

Stundaglasið rennur út.

Hrossið glaseygt heldur villt.

Hellt í glas það léttir sút.

Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn:

Um olíulampaljós er glas.

Líka er stundaglas með bras.

Glaseyg sinni svona málum.

Síðan þigg í glas, við skálum!

Helgi R. Einarsson leysir

...