Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn Einarsson

Íslensk stjórnvöld hafa sett sér metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Stefnan er reyndar sú að fylgja ESB í tölulegum markmiðum um minnkun losunar kolefna í samræmi við Parísarsamkomulagið frá 2015 og gott betur. Markmiðið er að árið 2030 verði losun 55% minni en árið 2005 og árið 2040 verði Ísland kolefnahlutlaust, 10 árum á undan ESB.

Ísland hefur á síðustu áratugum náð verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum með rafvæðingu og uppbyggingu hitaveitukerfa. Hlutfall grænnar orku á Íslandi er mjög hátt eða um 85%. Þessi 15% sem út af standa er innflutt olía sem er aðallega sett á ýmis farartæki. Til samanburðar er hlutfall grænnar orku í löndum ESB að meðaltali undir 20%.

Gripið hefur verið til ýmissa líkinga til að draga fram ómöguleikann sem felst í því að markmið Íslands um losun séu á pari við ESB. Til að mynda má líkja markmiðum við að

...

Höfundur: Teitur Björn Einarsson