„Við erum alla vega búnir að setja verkefni á ís. Út af vöxtum aðallega,“ segir Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, er hann er spurður um stöðu byggingaverkefna hjá fyrirtækinu á árinu

Egill Aaron Ægisson

egillaaron@mbl.is

„Við erum alla vega búnir að setja verkefni á ís. Út af vöxtum aðallega,“ segir Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Þingvangs, er hann er spurður um stöðu byggingaverkefna hjá fyrirtækinu á árinu.

Í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var á miðvikudag kemur fram að aukning hafi orðið í innflutningi byggingarhráefna hér á landi.

Segir í skýrslunni að innflutningurinn hafi vaxið hratt síðastliðið rúmt ár eftir að hafa dregist saman frá miðju ári 2022. Þá sé erfitt að dæma þróun á innflutningi út frá mánaðarlegum gildum vegna sveiflna.

„Ef horft er á leitni hefur innflutningur hins vegar aukist um 14% miðað

...