Stemning Það var heldur betur líf og fjör í miðbæ Húsavíkur í gær. Einar Óli spilaði fyrir gesti og gangandi.
Stemning Það var heldur betur líf og fjör í miðbæ Húsavíkur í gær. Einar Óli spilaði fyrir gesti og gangandi. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Mikið fjör var í miðbæ Húsavíkur í gær en Húsvíkingar hita nú upp fyrir Mærudaga sem hefjast 25. júlí. Hátíðin fagnar 30 ára afmæli sínu í sumar og eru heimamenn þegar byrjaðir að skreyta heimili sín, eins og hefð er fyrir.

Húsavíkurstofa hélt óformlegan skemmtiviðburð í miðbænum í gær. Meðal annars var farið í útileiki og spilaði bæjarlistamaðurinn Einar Óli Ólafsson fyrir gesti og gangandi. Svipaður viðburður var haldinn í síðustu viku.

„Við erum að reyna að efla miðbæinn og nýta hann á þessum fallegu sumarmánuðum okkar,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, verkefnastjóri hjá Húsavíkurstofu, í samtali við Morgunblaðið.

Síðdegis á fimmtudag var hafist handa við að mála regnbogagötu í miðbænum. Gatan vakti kátínu meðal heimamanna og verður hún lokuð fyrir akandi

...