Í verkunum á þessari sýningu er ég að fjalla um augnablikið rétt áður en hugmynd eða líf kviknar eða áður en það umbreytist frá einu formi til annars.
„Skilaboðin í verkum mínum á þessari sýningu eru að hvert líf skiptir máli,“ segir Brynja.
„Skilaboðin í verkum mínum á þessari sýningu eru að hvert líf skiptir máli,“ segir Brynja. — Morgunblaðið/Arnþór

Kom-andi er yfirskrift sýningar Brynju Baldursdóttur myndlistarmanns í Listasafni Einars Jónssonar. Sýningin stendur til 25. ágúst.

Brynja sýnir ýmis verk. Aðalinnsetningin samanstendur af átján skúlptúrum og myndbandsverki í bláa salnum og pappírsverkum í glerborðum í gula salnum. Skúlptúrverkin sem unnin eru í blandaðri tækni og steypu virka eins og þau séu úr massívum málmi.

„Í pappírsverkunum nýti ég mér vatnslitatækni en nota blek í staðinn fyrir vatnslit og gvass. Þau verk minna sumpart á stjörnuþoku en ég vildi líka skapa þá tilfinningu að sýningargestum fyndist þeir vera að horfa ofan í tilraunadisk,“ segir Brynja. „Þarna mætast sjónrænt hið stærsta og hið smæsta og minna hvort tveggja í senn á stjörnuþokur og frumur. Þessi pappírsverk skannaði

...