Hvenær sem demókratar ræða þetta mál segja þeir að Bush hafi verið gerður að forseta með naumasta meirihluta í Hæstarétti. Það er rangt. Hæstiréttur samþykkti með 5 atkvæðum gegn 4 að taka málið fyrir, en efnislega samþykkti hann, með 7 atkvæðum gegn 2, hver skyldu verða úrslit málsins. Þá varð George W. Bush forseti
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Liðsmenn repúblikana í Bandaríkjunum eru stoltir og ánægðir með landsfund sinn og þá miklu samstöðu sem blasti við öllum fundarmönnum þar í liðinni viku. Og þeir hafa töluvert til síns máls og er annar bragur á því en áður var stundum í tíð Trumps. Það er auðvitað þannig, að þegar óhjákvæmilegt er að halda persónukjör vikum og mánuðum saman og ljóst að samherjar hljóta að takast hart á, þá er vitað og þekkt að margvísleg sár munu myndast víða í flokknum sem lengi svíður í. Þannig var það svo sannarlega í aðdraganda kosninga þegar Donald Trump sóttist fyrst eftir að komast í forsetakjör. Margir menn og öflugir tókust þá harkalega á. Það reyndi mjög á flokk repúblikana í þessu prófkjöri vegna kosninganna 2016. Og enn er töluvert í að allt verði gróið um heilt. Einkum hafa George W. Bush, fyrrverandi forseti, og Jeb Bush, bróðir forsetans, en þeir eru synir George H.W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og áhrifamikill hópur

...