Vallarmet Böðvar Bragi Pálsson úr GR er kominn í forystu á Íslandsmótinu í golfi eftir að hann sló vallarmetið á Hólmsvellinum í Leiru í gær.
Vallarmet Böðvar Bragi Pálsson úr GR er kominn í forystu á Íslandsmótinu í golfi eftir að hann sló vallarmetið á Hólmsvellinum í Leiru í gær. — Ljósmynd/Seth@golf.is

Böðvar Bragi Pálsson úr GR átti stórgóðan annan dag á Íslandsmótinu í golfi á Hólmsvelli í Leiru í gær.

Böðvar gerði sér lítið fyrir og lék á 64 höggum, sló vallarmetið og fór í forystu. Hann er á samtals tíu höggum undir pari eftir tvo hringi.

Aron Snær Júlíusson GKG, Íslandsmeistarinn frá því 2021, er fallinn niður í annað sæti en hann er aðeins einu höggi á eftir Böðvari. Aron lék á 68 höggum í gær. Hákon Örn Magnússon úr GR er þriðji á átta höggum undir pari og Sigurður Arnar Garðarsson GKG fjórði á sjö höggum undir pari.

Hákon lék á 66 höggum í gær og Sigurður Arnar 70. Sigurður átti betri fyrsta hring en þá lék hann á 65 höggum.

Ríkjandi Íslandsmeistarinn Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er í forystu í kvennaflokki en hún átti einnig

...