Flugfélög, bankar og önnur fyrirtæki lentu í vandræðum víða um heim í gær vegna kerfisbilunar hjá hugbúnaðarrisanum Microsoft.

Var bilunin rakin til gallaðrar uppfærslu í vírusvarnarforritinu CrowdStrike Falcon, sem leiddi til þess að tölvur með Windows-kerfi sem höfðu forritið hættu að virka.

Áhrifanna gætti einnig hér á landi, þar sem netbanki Landsbankans lá niðri um hríð, auk þess sem smáforrit bankans lá niðri um morguninn.

Mörg flugfélög erlendis urðu illa úti vegna bilunarinnar og urðu mörg hver að fresta eða seinka flugferðum. Bilunin hafði hins vegar lítil áhrif á flugumferð til og frá landinu. » 4 og 20