Hvernig varð hljómsveitin til? Helgi og hljóðfæraleikararnir urðu til á fornöld á jörðu. Krakkarnir höfðu heillast af Bubba Mortens og þungarokki og þess háttar og stofnuðu ofbeldisfulla rokkhljómsveit, en það gekk ekki nógu vel, svo þeir fengu mig…

Hvernig varð hljómsveitin til?

Helgi og hljóðfæraleikararnir urðu til á fornöld á jörðu. Krakkarnir höfðu heillast af Bubba Mortens og þungarokki og þess háttar og stofnuðu ofbeldisfulla rokkhljómsveit, en það gekk ekki nógu vel, svo þeir fengu mig til liðs við sig og við stofnuðum hetjurokkssveitina Múspellssyni, en það gekk ekki heldur, svo þannig urðu Helgi og hljóðfæraleikararnir til.

Aðeins um tónlistarferilinn?

Sex ára samdi ég mitt fyrsta lag og texta. Lagið hét Þegar ég er búinn að lifa lengi, og var um dauðann og ástina. Ég er enn að vinna í þessu efni. Ástinni og dauðanum.

Aðeins um tónleikana?

Þetta eru stórtónleikar á Græna hattinum þann 27. júlí. Laugardagskvöld og margir hressir. Þær

...