Skoraði Natalie Viggiano skoraði fyrir Eyjakonur í gærkvöldi.
Skoraði Natalie Viggiano skoraði fyrir Eyjakonur í gærkvöldi. — mbl.is/Arnþór

FHL getur náð átta stiga forskoti á toppi 1. deildar kvenna í fótbolta ef liðið sigrar ÍA á útivelli í dag, eftir að Afturelding og Grótta skildu jafnar, 1:1, í Mosfellsbæ í gærkvöldi.

Ariela Lewis kom Aftureldingu yfir á 52. mínútu en Rebekka Sif Brynjarsdóttir jafnaði á 59. mínútu og þar við sat. Afturelding er því enn í öðru sæti með 20 stig og Grótta í þriðja með 19.

HK er áfram í fjórða sæti eftir heimasigur á Grindavík, 1:0, í Kórnum. Hugrún Helgadóttir skoraði sigurmarkið á 80. mínútu. Grindavík er í áttunda sæti með 13 stig og í fallbaráttu.

ÍBV vann sinn þriðja leik í röð er liðið skellti ÍR, 3:0, í Vestmannaeyjum. Natalie Viggiano og Viktorija Zaicikova komust báðar á blað fyrir ÍBV eftir að Anna Bára Másdóttir skoraði sjálfsmark.

Eyjakonur byrjuðu tímabilið illa eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð en hlutirnir eru byrjaðir að smella í Vestmannaeyjum. ÍR er í botnsætinu með fjögur stig.

Þá vann Fram útisigur

...