Séra Páll Ólafsson prófastur fæddist í Stafholti 20. júlí 1850. Hann var sonur hjónanna Ólafs Pálssonar prófasts og alþingismanns (1814-1876) og Guðrúnar Ólafsdóttur Stephensen húsmóður (1820-1899). Fjögurra ára gamall fluttist hann með foreldrum…

Séra Páll Ólafsson prófastur fæddist í Stafholti 20. júlí 1850. Hann var sonur hjónanna Ólafs Pálssonar prófasts og alþingismanns (1814-1876) og Guðrúnar Ólafsdóttur Stephensen húsmóður (1820-1899).

Fjögurra ára gamall fluttist hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur og þar gekk hann í Lærða skólann og lauk þar stúdentsprófi 1869 og síðan guðfræðiprófi úr Prestaskólanum 1871. Það sama ár flutti hann norður á Melstað með foreldrum sínum og 1873 vígðist hann til prests og varð aðstoðarprestur föður síns á Melstað.

Tveimur árum síðar fékk hann brauðið Hestþing í Borgarfirði, en eftir aðeins eitt ár sagði hann því lausu og fór aftur á Melstað þar sem hann þjónaði eftir andlát föður síns til 1877. Þá þjónaði Páll á Stað í Hrútafirði og síðar á Prestbakka (1880 ásamt Stað). Hann varð prestur

...