„Það eru þreifingar í gangi en ekki búið að ganga frá neinu enn,“ segir Gunnlaugur Þráinsson, fasteignasali hjá Borg. Húsið að Laugavegi 29 þar sem verslunin Brynja var til húsa stendur enn autt. Versluninni var sem kunnugt er lokað árið 2022 eftir áratugarekstur og nýir eigendur festu kaup á húsinu
Endurgerð Ytra byrði húseignarinnar að Laugavegi 29 hefur verið fært til upprunalegs horfs. Húsið hefur verið auglýst til leigu með stóru bakhúsi.
Endurgerð Ytra byrði húseignarinnar að Laugavegi 29 hefur verið fært til upprunalegs horfs. Húsið hefur verið auglýst til leigu með stóru bakhúsi. — Morgunblaðið/Anton Brink

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Það eru þreifingar í gangi en ekki búið að ganga frá neinu enn,“ segir Gunnlaugur Þráinsson, fasteignasali hjá Borg.

Húsið að Laugavegi 29 þar sem verslunin Brynja var til húsa stendur enn autt. Versluninni var sem kunnugt er lokað árið 2022 eftir áratugarekstur og nýir eigendur festu kaup á húsinu. Það hefur síðan verið tekið rækilega í gegn og er orðið stórglæsilegt.

Samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá er Drangáll ehf. eigandi hússins. Eigendur þess félags eru hjónin Júlíus Þorfinnsson og Þórunn

...