Esther Pétursdóttir fæddist 20. apríl 1943. Hún lést 6. júlí 2024. Útför hennar fór fram 17. júlí 2024.

Í mínu lífi hafa verið nokkrir fastar sem ekki breytast, eitthvað sem ávallt hefur verið hægt að leita í. Amma Esther var einn af þeim föstum. Stólpi sem ekki haggast. Manneskjan sem svaraði alltaf og leitaðist bara eftir því að hjálpa, redda manni án þess að dæma eða skammast.

Ég á engar minningar frá tímanum okkar saman í Svíþjóð þegar amma kom og bjó með okkur mömmu í eitt ár. Þar vorum við mamma fyrstu tvö árin mín og kom amma til að hjálpa til og hugsa um mig meðan mamma var í námi. Mínar fyrstu æskuminningar af ömmu eru í Kríuhólum, ég man eftir ganginum á hæðinni, gæti líklega teiknað íbúðina hennar upp eftir minni. Ég man eftir því að hlaupa hringinn um íbúðina, horfa á spólur hjá ömmu. Ég á sterka minningu af því að liggja á bringunni

...