Dómstóll í Moskvu dæmdi rússnesk-bandaríska blaðamanninn Masha Gessen fyrr í vikunni í átta ára fangelsi að háni fjarstöddu. Gessen, sem skrifar reglulega fyrir New Yorker, var eftirlýst í Rússlandi á síðasta ári eftir að hán fullyrti að rússneski…
Blaðamaður Masha Gessen.
Blaðamaður Masha Gessen. — Ljósmynd/Bengt Oberger, Wikipedia

Dómstóll í Moskvu dæmdi rússnesk-bandaríska blaðamanninn Masha Gessen fyrr í vikunni í átta ára fangelsi að háni fjarstöddu. Gessen, sem skrifar reglulega fyrir New Yorker, var eftirlýst í Rússlandi á síðasta ári eftir að hán fullyrti að rússneski herinn hefði drepið almenna borgara í úkraínsku borginni Bucha í mars 2022, en stjórnvöld í Kreml hafa ávallt hafnað þeirri ásökun.

Í frétt AFP um málið kemur fram að í dómsniðurstöðunni segi að Gessen sé dæmt til fangelsisvistar fyrir að hafa „meðvitað dreift fölskum upplýsingum um rússneska herinn“. Stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar 2022 gáfu rússnesk stjórnvöld það út að allur sjálfstæður fréttaflutningur um stríðsátökin væri ólöglegur og bönnuðu hvers kyns gagnrýni á aðgerðir hersins. Gessen, sem býr nú í Bandaríkjunum, er áköf talsmanneskja fyrir réttindum hinsegin

...