Akureyri Shaina Ashouri sækir að Karen Maríu Sigurgeirsdóttur í gær.
Akureyri Shaina Ashouri sækir að Karen Maríu Sigurgeirsdóttur í gær. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Víkingur úr Reykjavík gerði góða ferð til Akureyrar og vann Þór/KA 2:0 í Bestu deild kvenna í fótbolta á Þórsvellinum í gærkvöldi.

Þór/KA hefur tapað fjórum leikjum í röð á heimavelli í deild og bikar, en Víkingar voru að vinna sinn fyrsta útisigur í deildinni frá 15. maí.

Þrátt fyrir úrslitin er Þór/KA enn í þriðja sæti með 24 stig. Víkingur fór upp fyrir FH og upp í fjórða sætið með sigrinum, en Fossvogsliðið er með 19 stig.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir byrjar afar vel hjá Víkingum. Hún gerði fyrra markið á 41. mínútu í sínum fyrsta leik með Víkingum. Bergþóra er nýkomin aftur heim eftir dvöl hjá Örebro í Svíþjóð.

Linda Líf Boama innsiglaði síðan sigurinn fyrir Víking í uppbótartíma. Þrátt fyrir

...