Skálholtskirkja Janáček (strengjakvartett) ★★★★· Bach (aría) ★★★★½ Bach og Boccherini (fiðlukonsertar) ★★★★★ Tónlist: Leoš Janáček, Johann Sebastian Bach og Luigi Boccherini. Einleikari: Sergey Malov. Einsöngvari: Benedikt Kristjánsson. Aðrir flytjendur: Kordó-kvartettinn (Juaquin Páll Palomares, Vera Panitch, Þórarinn Már Baldursson og Hrafnkell Orri Egilsson), Jacek Karwan (kontrabassi) og Halldór Bjarki Árnason (semball). Lokatónleikar á Sumartónleikum í Skálholti sunnudaginn 14. júlí 2024.
Ná vel saman Vera Panitch, Juaquin Páll Palomares, Þórarinn Már Baldursson og Hrafnkell Orri Egilsson.
Ná vel saman Vera Panitch, Juaquin Páll Palomares, Þórarinn Már Baldursson og Hrafnkell Orri Egilsson. — Ljósmyndir/Páll Magnús Skúlason

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Það var aftur boðið upp á veislu á Sumartónleikum í Skálholti á dögunum, að þessu sinni á lokatónleikum hátíðarinnar þetta árið, sunnudaginn 14. júlí síðastliðinn. Standardinn var hár, mjög hár. Leikin voru verk frá barokktímabilinu, klassíska tímabilinu og 20. öld.

Það var Kordó-kvartettinn sem hóf leikinn á strengjakvartett nr. 1 („Kreutzer sónötunni“) eftir tékkneska tónskáldið Leoš Janácek (1854-1928). Hann var eitt þeirra austurevrópsku tónskálda á öndverðri 20. öld sem sóttu meðal annars í þjóðlegan arf til þess að semja framsækna tónlist. Ferill Janáceks var að mörgu leyti sérstæður; hann samdi flest verka sinna orðinn býsna fullorðinn og hann vakti raunar ekki athygli utan heimabæjar síns,

...