Það skipti líka miklu máli að vera fyrirliði. Við lékum níu leiki og ég sjálfur hverja einustu sekúndu af þeim. Þegar maður lítur um öxl yfir ferilinn eru það augnablik sem þessi sem maður staldrar við.
Dennis Mortimer ásamt bræðrum sínum, Púlurunum, og föður þegar Evrópubikarinn kom heim.
Dennis Mortimer ásamt bræðrum sínum, Púlurunum, og föður þegar Evrópubikarinn kom heim.

Með því að verða enskur meistari í knattspyrnu vorið 1981 vann Aston Villa sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni meistaraliða um haustið. Sú vegferð varð eftirminnileg.

„Við vorum býsna heppnir að fá fyrst íslenska liðið Val,“ rifjar Dennis Mortimer, fyrirliði Villa-liðsins upp, öllum þessum árum síðar. „Það gaf okkur tækifæri til að keyra þetta Evrópuævintýri strax í gang. Við hefðum nefnilega auðveldlega getað dregist á móti Liverpool, Juventus eða Bayern München, eins og reglurnar voru þá. Fyrri leikurinn var á heimavelli og við unnum auðveldan sigur, 5:0. Ég minnist þess að hafa lesið ummæli eftir formann Vals eftir leikinn: „Jæja, þeir unnu okkur svo sem en bíðið bara þangað til við tökum á móti þeim heima.“ Ég átta mig ekki á því hvort hann var að tala um þær erfiðu aðstæður sem biðu okkar eða hvort þeir

...