Daisy Edgar-Jones fer með annað aðalhlutverkið í hamfarakvikmyndinni Twisters.
Daisy Edgar-Jones fer með annað aðalhlutverkið í hamfarakvikmyndinni Twisters. — AFP/Valerie Macon

Hamfarir Áhugafólk um hamfarakvikmyndir fær oftar en ekki sitthvað fyrir sinn snúð á sumrin og í vikunni var frumsýnd myndin Twisters sem er sjálfstætt framhald af Twister frá árinu 1996. Í stað Helen Hunt og Bill Paxton fara Daisy Edgar-Jones og Glen Powell nú með aðalhlutverkin. Leikstjóri er Lee Isaac Chung. Parið starfar við að rannsaka hvirfilbylji og er þekkt fyrir að fara nær þeim en skynsamlegt getur talist. Byljir þessir eru á hinn bóginn orðnir miklu stærri og óútreiknalegri en 1996 hættan býður því upp í æsilegan dans.