Suðurnesjalína Stórvirkar vinnuvélar ryðja veg vegna framkvæmdanna.
Suðurnesjalína Stórvirkar vinnuvélar ryðja veg vegna framkvæmdanna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hófust í dag. Ákveðið var að línan yrði loftlína í stað jarðstrengs og segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets að það sé sökum erfiðra aðstæðna á svæðinu fyrir jarðstrengslagnir. Hann segir framkvæmdina koma til með að auka raforkuöryggi á svæðinu til muna. Áætlaður kostnaður við loftlínuna nemur um 3,2 milljörðum og línan kemur til með að spanna 34 km.

„Þetta er mjög góð tilfinning bæði fyrir okkur sem fyrirtæki og örugglega líka mjög góð tilfinning fyrir íbúa á Reykjanesskaga, enda skiptir þessi framkvæmd þá gríðarlega miklu máli,“ segir Guðmundur í tengslum við upphaf framkvæmdarinnar, en áætluð verklok eru í lok árs 2025.

Gengið hefur brösuglega að fá leyfi fyrir framkvæmdunum eftir mótmæli hagsmunasamtaka. Samtökin vildu, meðal annars, leggja jarðstreng í stað loftlínu.

...