Íslensku liðin fjögur sem taka þátt í Evrópumótum karla í fótbolta í sumar spila öll í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar næsta fimmtudagskvöld, 25. júlí, öll á heimavelli. Þau mæta mismunandi mótherjum en fljótt á litið ættu öll að eiga möguleika á að komast áfram í 3
Sambandsdeildin Jón Guðni Fjóluson úr Víkingi og Jónatan Ingi Jónsson úr Val eiga fyrir höndum áhugaverða Evrópuleiki.
Sambandsdeildin Jón Guðni Fjóluson úr Víkingi og Jónatan Ingi Jónsson úr Val eiga fyrir höndum áhugaverða Evrópuleiki. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Evrópukeppni

Ásta Hind Ómarsdóttir

astahind@mbl.is

Íslensku liðin fjögur sem taka þátt í Evrópumótum karla í fótbolta í sumar spila öll í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar næsta fimmtudagskvöld, 25. júlí, öll á heimavelli.

Þau mæta mismunandi mótherjum en fljótt á litið ættu öll að eiga möguleika á að komast áfram í 3. umferð keppninnar. Valsmenn eiga væntanlega fyrir höndum erfiðasta verkefnið gegn skoska félaginu St. Mirren en fyrir fram má búast við fjórum jöfnum einvígjum sem geta farið hvernig sem er.

Breiðablik mun leika sinn útileik í Kósóvó þriðjudaginn 30. júlí en hin þrjú liðin fara öll í sína útileiki á fimmtudagskvöldinu fyrir verslunarmannahelgi, 1. ágúst.

Breiðablik –

...