Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir tveimur karlmönnum í síðasta mánuði fyrir að brjóta gegn hegningarlögum og alþjóðasiglingareglum. Þeir hlutu tveggja ára skilorðsbundinn dóm.

Mennirnir tveir höfðu mánudagskvöldið 17. ágúst árið 2020 siglt óskráðum harðbotna slöngubát og óskráðri sæþotu með ógætilegum hætti á ytri höfn Reykjavíkur sem leiddi til þess að slöngubáturinn og sæþotan rákust saman. Einn farþegi sem var um borð í sæþotunni kastaðist frá borði við áreksturinn og hlaut opið beinbrot á lærlegg og skurð á fótlegg.

Mennirnir voru ekki á einu máli um hvor þeirra bæri sök. Þeir neituðu báðir sök og bentu hvor á annan.

Að mati dómsins var sannað að þeir hefðu ekki gætt að ferðum hvor annars. Þá hefði verið hægt að afstýra árekstrinum hefðu þeir báðir fylgt

...