EES-samningurinn er einn hornsteina þess samfélags velferðar og hagsældar sem okkur hefur megnast að byggja upp.

Úr ólíkum áttum

Þórdís Kolbrún R.

Gylfadóttir

thordiskolbrun@althingi.is

Samkeppnishæfni atvinnulífsins er hverju samfélagi mikilvægt. Sérstaklega útflutningsdrifnu Íslandi sem er afskaplega lítill og fámennur markaður. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja samkeppnishæfni til að einstaklingar geti sótt fram og þar með samfélagið allt. Nýverið kynnti starfshópur, undir forystu Brynjars Níelssonar, skýrslu sína um aðgerðir til að auka gæði í lagasetningu og stemma stigu við gullhúðun EES-gerða. Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt tillögu mína um að hrinda þessum aðgerðum í framkvæmd og vonast ég til að sjá árangur strax á næstu mánuðum.

Starfshópurinn átti víðtækt samráð í störfum sínum og leiddi það m.a. í ljós að kjarni þeirrar

...