Majken Christiansen
Majken Christiansen

Á níundu tónleikum sumardjasstónleika­raðar Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag, 20. júlí, kemur fram kvartett dönsku söngkonunnar Majken Christiansen. „Hún starfar í Noregi þar sem hún nýtur mikilla vinsælda. Með henni leika reynsluboltar úr norska ­djassbransanum; Magne Arnesen á píanó, Andreas Dreier á kontrabassa og Torstein ­Ellingsen á trommur,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að tónleikarnir fara fram utan dyra á Jómfrúartorginu. Þeir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Aðgangur er ókeypis.