Flugfélög, bankar og fjöldi annarra fyrirtækja víða um veröld lentu í vandræðum í gær eftir að gölluð uppfærsla á vírusvarnarkerfinu CrowdStrike Falcon leiddi til kerfisbilana í tölvum sem keyrðu Windows-stýrikerfið
Öngþveiti Flugfarþegar í Berlín reyna hér að ráða fram úr breyttri flugáætlun, en fresta þurfti fjölmörgum flugferðum vegna bilunarinnar.
Öngþveiti Flugfarþegar í Berlín reyna hér að ráða fram úr breyttri flugáætlun, en fresta þurfti fjölmörgum flugferðum vegna bilunarinnar. — AFP/Ralf Hirschberger

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Flugfélög, bankar og fjöldi annarra fyrirtækja víða um veröld lentu í vandræðum í gær eftir að gölluð uppfærsla á vírusvarnarkerfinu CrowdStrike Falcon leiddi til kerfisbilana í tölvum sem keyrðu Windows-stýrikerfið.

Hugbúnaðarrisinn Microsoft sagði í tilkynningu sinni að vandamálið hefði byrjað á fimmtudagskvöld þegar CrowdStrike keyrði út uppfærslu sína, og mælti Microsoft með því að þeir viðskiptavinir sem gætu myndu setja upp eldri útgáfu af kerfum sínum.

Villan hitti flugfélög sérstaklega illa fyrir og ákváðu flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum að kyrrsetja allar flugvélar á jörðu niðri tímabundið. Þá leiddi bilunin til þess að mörg flugfélög annars staðar urðu að fresta eða seinka flugferðum sínum með tilheyrandi töfum fyrir farþega,

...