Benedikt fæddist 20. júlí 1984 í Reykjavík og ólst upp í Grafarvoginum. „Við vorum hluti frumbyggjanna í hverfinu og ég gekk í Foldaskóla fram að tíunda bekk. Þá ákváðu mamma og pabbi að flytja til Stokkhólms og byggja sér hús í útjaðri…
Rift Hjólreiðakeppnin Rift hófst í dag, en Lauf Cycles hf. heldur keppnina.
Rift Hjólreiðakeppnin Rift hófst í dag, en Lauf Cycles hf. heldur keppnina.

Benedikt fæddist 20. júlí 1984 í Reykjavík og ólst upp í Grafarvoginum. „Við vorum hluti frumbyggjanna í hverfinu og ég gekk í Foldaskóla fram að tíunda bekk. Þá ákváðu mamma og pabbi að flytja til Stokkhólms og byggja sér hús í útjaðri borgarinnar.“ Benedikt gekk í Skolhagen skolan í Stokkhólmi síðasta árið í grunnskóla. „Svo var maður í Svíþjóð með annan fótinn næstu tíu árin og ég bý að því enn og er altalandi á sænsku.“

Með hjóladellu alla tíð

Benedikt var mikið fyrir íþróttir í æsku, bæði fótbolta og handbolta, en aðallega handbolta hjá Fjölni. „Svo var ég með algjöra hjóladellu frá því ég var strákur. Bæði hjólaði ég allt sem ég fór og svo hafði ég svo mikinn áhuga á að vera að fikta í hjólinu, uppfæra nýja hluta á hjólinu og skipta út og gera og græja. Ég hafði svo mikinn áhuga á allri mekaníkinni yfir

...