Simon Henderson er ósköp venjulegur maður. Meðaltal alþýðunnar, almenni, eða hvað við kjósum að kalla það. Hann siglir lygnan sjó í þessu lífi, án þess að vekja nokkra athygli. Á sínar prívat hæðir og lægðir og þegar okkur ber að garði er heldur á…
Augnablikið sem öllu breytir. Simon og óknyttapilturinn takast á.
Augnablikið sem öllu breytir. Simon og óknyttapilturinn takast á. — Channel 5

Simon Henderson er ósköp venjulegur maður. Meðaltal alþýðunnar, almenni, eða hvað við kjósum að kalla það. Hann siglir lygnan sjó í þessu lífi, án þess að vekja nokkra athygli. Á sínar prívat hæðir og lægðir og þegar okkur ber að garði er heldur á brattann að sækja; hann á í basli með veðlánið vegna ófyrirséðra vaxtahækkana og missir svo býsna óvænt vinnuna; einmitt þegar talið var að ekki þyrfti að grípa til frekari uppsagna. Þetta er þannig krísa að ekki dugar að opna eina vínflösku með matnum, heldur tvær.

Á leiðinni úr kjörbúðinni (sögusviðið er Bretland, þar sem ekki þarf, ótrúlegt en satt, að kaupa vín með matnum í sérmerktum og ríkisreknum vínbúðum) gengur Simon fram á nokkra óknyttapilta sem eru að niðurlægja umrenning. Hann kemur okkur og ekki síður sjálfum sér í opnu skjöldu með því að ávarpa þá og segja þeim kurteislega að hætta þeim óskunda. Nokkuð sem breytir

...