Herdís við arininn sem hún skapaði sjálf en hún er handlagin og hefur unun af að skapa.
Herdís við arininn sem hún skapaði sjálf en hún er handlagin og hefur unun af að skapa. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Herdís Egilsdóttir, kennari og rithöfundur, varð nýlega níræð. Hún fæddist 18. júlí 1934 á Húsavík, lauk stúdentsprófi frá MA og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1953 og kenndi fimm til átta ára börnum við Skóla Ísaks Jónssonar í 45 ár. Herdís, sem var fádæma ástsæll kennari, þróaði eigin kennsluaðferðir og hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir ævistarf sitt, þar á meðal Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Einnig er hún handhafi fálkaorðunnar.

„Ég er frísk andlega og hendurnar eru í lagi. Ég sé ágætlega og get lesið gleraugnalaust. Ég skrifa og spila á píanó. Það er ekkert að mér, engir sjúkdómar, en ég heyri illa og jafnvægið er ekki gott. En hvað er það, þegar ég finn hvergi til? Mér finnst svo óskaplega gaman að vera til,“ segir Herdís.

Hún býr í

...