„Allir tónleikarnir fara fram í Reykholtskirkju í Borgarfirði en um er að ræða ferna tónleika. Þannig að fólk má fyrst og fremst búast við skemmtilegri fjölbreytni,“ segir Þórunn Ósk Marinósdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Sigurði…
Strokkvartettinn Siggi Sigurður Bjarki Gunnarsson, Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir munu m.a. frumflytja Strengjakvartett nr. 1 eftir Atla Heimi Sveinsson á hátíðinni.
Strokkvartettinn Siggi Sigurður Bjarki Gunnarsson, Una Sveinbjarnardóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir munu m.a. frumflytja Strengjakvartett nr. 1 eftir Atla Heimi Sveinsson á hátíðinni. — Ljósmynd/Valgerður G. Halldórsdóttir

VIÐTAL

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Allir tónleikarnir fara fram í Reykholtskirkju í Borgarfirði en um er að ræða ferna tónleika. Þannig að fólk má fyrst og fremst búast við skemmtilegri fjölbreytni,“ segir Þórunn Ósk Marinósdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Bjarka Gunnarssyni, er listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar. Hátíðin var stofnuð árið 1997 og fer fram helgina 26.-28. júlí en hún hefur ávallt verið haldin í kringum vígsluafmæli Reykholtskirkju sem ber upp á síðasta sunnudegi júlímánaðar. Yfirskrift hennar, „Sígild tónlist í sögulegu umhverfi“, lýsir vel inntaki hennar og áherslum að sögn Þórunnar sem segir sveitasæluna í Reykholti og fagran hljómburð Reykholtskirkju veita bæði áheyrendum og tónlistarmönnum tækifæri til að upplifa hágæða tónlistarflutning á einum

...